Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 13. júlí 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Southgate vill gera fáar breytingar fyrir leikinn á morgun
Ætlar að koma með bronsið heim.
Ætlar að koma með bronsið heim.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ætlar ekki að gera margar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Belgíu á morgun en liðin eigast þá við í leik um 3. sætið á HM.

England fór í framlengingu gegn Króatíu í fyrradag en Southgate vill ekki breyta miklu.

„Allir vilja spila en stundum er ekki góð ákvörðun að láta menn spila ef orkan er ekki til staðar. Þetta verður ekki sama byrjunarlið en við viljum gera eins fáar breytingar og mögulegt er," sagði Southgate.

„Við höfum til mikils að vinna. Við eigum möguleika á medalíu á HM og það er eitthvað sem einungis eitt enskt lið hefur áður náð að gera."

„Belgar unnu okkur líka um daginn svo við viljum kvitta fyrir það. Tilfinningalega hafa þetta verið erfiðir dagar en leikmennirnir eru ótrúlegir. Það er frábært að vinna með þeim. Þeir hafa orku og vilja."

Athugasemdir
banner
banner
banner