Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. júlí 2019 19:38
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Tvö rauð spjöld og sigurmark í uppbótartíma
Alexandra Taberner Tomas fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum
Alexandra Taberner Tomas fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var hádramatík er Sindri vann Álftanes 4-3 í 2. deild kvenna í dag en gestirnir fengu tvö rauð spjöld í þessari sjö marka veislu.

Sigrún Auður Sigurðardóttir kom Álftanesi yfir á 7. mínútu leiksins áður en Ólöf María Arnarsdóttir jafnaði metin þremur mínútum síðar en skoruðu tvö til viðbótar áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Salka Ármannsdóttir minnkaði muninn fyrir Álftanes í upphafi síðari hálfleiks áður en Saga Kjærbech Finnbogadóttir jafnaði metin eftir klukkutímaleik.

Marta Saez Sivill fékk að líta gula spjaldið í liði Sindra á 74. mínútu og ellefu mínútum síðar fékk hún rauða spjaldið. Dramatíkin var ekki búin því Jovana Milinkovic gerði sigurmark Sindra þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Alexandre Fernandez Massot, þjálfari Sindra, fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok leiksins og lokatölur því 4-3.

Sindri er með 9 stig eða jafnmörg stig og Álftanes þegar sjö leikir eru búnir af mótinu.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. vann þá Hamrana 2-1. Julie Gavorski kom FHL yfir á 9. mínútu áður en Adna Mesetovic tvöfaldaði forystuna í byrjun síðari hálfleiks. Hamrarnir voru manni færri síðasta hálftímann er Johanna Henriksson var rekin af velli en þrátt fyrir það tókst liðinu að minnka muninn í uppbótartíma er Hafrún Mist Guðmundsdóttir skoraði en það var of seint og lokatölur því 2-1 fyrir FHL.

FHL er í 2. sæti með 15 stig á meðan Hamrarnir eru í 6. sæti með 7 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Álftanes 3 - 4 Sindri
1-0 Sigrún Auður Sigurðardóttir ('7 )
1-1 Ólöf María Arnarsdóttir ('10 )
1-2 Alexandra Taberner Tomas ('28 )
1-3 Marlyn Campa ('43 )
2-3 Salka Ármannsdóttir ('49 )
3-3 Saga Kjærbech Finnbogadóttir ('60 )
3-4 Jovana Milinkovic ('90 )
Rautt spjald: Marta Saez Sivill ('84, Sindri ), Alexander Fernandez Massot ('90, Sindri )

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. 2 - 1 Hamrarnir
1-0 Julie Gavorski ('9 )
2-0 Adna Mesetovic ('50 )
2-1 Hafrún Mist Guðmundsdóttir ('90 )
Rautt spjald: Johanna Henriksson ('61, Hamrarnir )
Athugasemdir
banner
banner