sun 13. ágúst 2017 06:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Lék ekki með Ajax í gær - Á leið til Tottenham?
Mynd: Twitter
Davison Sanchez leikmaður Ajax var ekki hluti af leikmannahópi liðsins þegar hollenska úrvalsdeildin hófst í gær.

Ástæðan er sögð vera að leikmaðurinn hafi ekki verið nóg og einbeittur fyrir verkefninu.

Þetta segja fréttir frá Hollandi en það hefur einnig verið orðrómur um það að Ajax hafi hafnað tilboði í leikmanninn sem hljóðaði upp á 36 milljónir punda.

Varnarmaðurinn Davison Sanchez er talinn vera efstur á blaði hjá Tottenham sem á en eftir að styrkja sig í sumar.

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Tottenham áhuga á að fá þennan leikmann, en þar segir einnig að það sé ótímabært að segja hvort félagsskiptin séu nálægt því að ganga í gegn.


Athugasemdir
banner
banner
banner