Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 13. ágúst 2019 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 16. umferðar: Sex HK-ingar
Arnar Freyr er í liði umferðarinnar.
Arnar Freyr er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16. umferðinni í Pepsi Max-deild karla lauk í gærkvöldi með 2-1 sigri Fylkis á Grindavík í Árbænum.

Með sigrinum fór Fylkir uppí 22 stig og skilur Grindavík eftir í fallsæti með 17 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. Ólafur Ingi Skúlason er fulltrúi Fylkis í liði umferðarinnar en hann fór fyrir liði sínu í öftustu línu í leiknum.


Í Kórnum fóru nýliðar HK illa með efsta lið deildarinnar KR. HK-ingar komust fljótlega í 3-0 en leiknum lauk með 4-1 sigri HK. Kópavogsliðið á sex fulltrá í liði umferðarinnar en þjálfari umferðarinnar er að sjálfsögðu Brynjar Björn Gunnarsson. Í markinu stendur Arnar Freyr Ólafsson og í vörninni eru þeir Alexander Freyr Sindrason og Birkir Valur Jónsson.

Djúpur á miðjunni er síðan Arnþór Ari Atlason sem klæddi sig í markaskóna fyrir leikinn og þá var Birnir Snær Ingason frábær í leiknum.

FH sýndi karakter sem heild þegar liðið kom til baka gegn Íslandsmeisturunum í Val og tryggði sér sigur. Þar fór fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson fremstur í flokki og vel við hæfi að hann sé fulltrúi FH í úrvalsliðinu.

Á Skaganum komu Blikar í heimsókn og hirtu öll stigin þrjú sem í boði voru. Höskuldur Gunnlaugsson var besti leikmaður vallarins í þeim leik.

Kári Árnason var settur á miðjuna hjá Víkingi fyrir leikinn gegn ÍBV sem heppnaðist fullkomlega upp. Víkingar náðu í stigin þrjú og þar fór Kári fyrir sínu liði í leiknum auk þess sem Óttar Magnús Karlsson skoraði tvívegis.

Á Akureyri skoraði Hallgrímur Mar Steingrímsson eitt mark fyrir KA og lagði upp annað í gríðarlega mikilvægum 4-2 sigri liðsins gegn Stjörnunni.


Sjá einnig:
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner