Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 13. ágúst 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Benítez: Ég treysti ekki stjórn Newcastle
Rafa þjálfar í Kína í dag.
Rafa þjálfar í Kína í dag.
Mynd: Getty Images
Rafael Benítez segist hafa hætt sem stjóri Newcastle í sumar þar sem hann treysti ekki stjórn félagsins. Benítez ákvað að framlengja ekki samning sinn við Newcastle en í kjölfarið tók hann við Dalian Yifang í Kína.

Lee Charnley, framkvæmdastjóri Newcastle, sagði um helgina að Benítez hefði yfirgefið félagið út af peningum. Benítez hefur nú svarað þessum ummælum af fullum þunga en hann segist hafa hætt þar sem stjórn félagsins hafi brotið loforð og hann hafi ekki treyst henni.

„Stjórn Newcastle hafði ár til að ganga frá samningi mínum en þegar við hittumst í lok tímabilsins þá komu þeir ekki með tilboð sem hægt var að samþykkja," sagði Benítez.

„Þeir sögðu mér að þeir vildu ekki fjárfesta í akademíunni eða æfingasvæðinu. Ef þeir vilja þá get ég útskýrt af hverju Mike Ashley neitaði því. Hugmyndin þeirra að verkefninu var að kaupa leikmenn undir 24 ára og að mínu mati var liðið ekki með fjármagn til að keppa í topp tíu."

„Eftir þennan fund þá vissi ég að þeir myndu ekki gera mér alvöru tilboð og þegar það kom, 19 dögum seinna, var það með sömu launum og þremur árum áður og ég átti að fá að stjórna minna í leikmannakaupum. Eftir þrjú ár af loforðum sem var ekki staðið við, þá trúði ég þeim ekki."

Athugasemdir
banner
banner
banner