Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 13. ágúst 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Þetta var frekar klikkaður leikur
Gonzalo Bernaldo Gonzalez (Fjarðabyggð)
Gonzalo í leik með Fjarðabyggð í sumar.
Gonzalo í leik með Fjarðabyggð í sumar.
Mynd: Aðsend
Úr leik hjá Fjarðabyggð í sumar.
Úr leik hjá Fjarðabyggð í sumar.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Einn af leikjum sumarsins fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag þegar Fjarðabyggð vann 7-4 sigur gegn Kára í 2. deild karla. Spánverjinn Gonzalo Bernaldo Gonzalez skoraði fjögur af mörkum Fjarðabyggðar.

Hann er núna markahæsti leikmaður deildarinnar með 12 mörk og er hann leikmaður 15. umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

„Já, þetta var frekar klikkaður leikur. Mér fannst við sýna yfirburði, en á fimm mínútum varð hann klikkaður. Á endanum náðum við að stjórna honum og landa sigrinum," segir Gonzalo við Fótbolta.net, en hann segist aldrei hafa spilað í leik sem þessum.

„Ég hef aldrei spilað í svona leik áður. Á Spáni eru leikir venjulega meira taktískir og ekki svona mikið af færum."

„Ég var ánægður með mína frammistöðu því við fengum þrjú stig og ég gat hjálpað til með það."

Telur að Fjarðabyggð geti barist um að fara upp
Fyrir leikinn gegn Kára hafði Fjarðabyggð ekki unnið í fjórum leikjum í röð og það því mikilvægt að fá sigur í þessum leik. Gonzalo segir að lið Fjarðabyggðar hafi verið óheppið í síðustu leikjum.

„Við áttum meira skilið úr síðustu leikjum, en við náðum loksins í stigin þrjú sem liðið þurfti á að halda."

Það eru sjö leikir eftir og er Fjarðabyggð í sjöunda sæti með 22 stig. Hvernig líst Gonzalo á blikuna fyrir lokasprettinn?

„Við förum í alla leiki til að vinna. Deildin er mjög jöfn og það er erfitt að giska á einhver úrslit fyrir fram. Við munum berjast til enda og ég held að við eigum möguleika á því að berjast um að fara upp," segir Spánverjinn.

Alltaf gott að prófa eitthvað nýtt
Gonzalo er 23 ára gamall og er hann á sínu fyrsta tímabili á Íslandi. Það hefur gengið vel þar sem hann er kominn með 12 mörk í 16 leikjum í deild og bikar.

„Ég er mjög ánægður með félagið, landið og mína frammistöðu. Þannig að ég er mjög ánægður með það hvernig þessi reynsla hefur verið hingað til. Það er alltaf gott að prófa að upplifa eitthvað nýtt og gera ný markmið."

„Ég hafði heyrt mikið af góðum hlutum um landið og því taldi ég þetta rétta staðinn fyrir mig. Mér finnst ég hafa tekið rétta ákvörðun," sagði Gonzalo Bernardo Gonzalez, leikmaður 15. umferðar í 2. deild karla.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)
Bestur í 3. umferð: Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Bestur í 4. umferð: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Bestur í 5. umferð: Mehdi Hadraoui (Víðir)
Bestur í 6. umferð: Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Bestur í 7. umferð: Unnar Ari Hansson (Leiknir F.)
Bestur í 8. umferð: Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Bestur í 9. umferð: Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.)
Bestur í 10. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
Bestur í 11. umferð: Enok Eiðsson (Þróttur V.)
Bestur í 12. umferð: Kenan Turudija (Selfoss)
Bestur í 13. umferð: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Bestur í 14. umferð: Gilles M'Bang Ondo (Þróttur V.)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner