Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. ágúst 2019 07:00
Arnar Daði Arnarsson
Birkir Þór framlengir við Þrótt
Birkir Þór í leik með Þrótti.
Birkir Þór í leik með Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn, Birkir Þór Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við Þrótt og gildir sá samningur út tímabilið 2021.

Birkir gekk til liðs við Þróttar frá Aftureldingu fyrir tímabilið 2017 og hefur leikið 46 leiki með Þrótti í deild og bikar en hann á jafnframt að baki sjö landsleiki með yngri landsliðunum.

Hann hefur komið við sögu í 17 leikjum með Þrótti í sumar og skorað í þeim leikjum eitt mark. Þróttur er í 8. sæti Inkasso-deildarinnar með 21 stig og siglir þar lygnan sjó.

Birkir er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann stundar nám.


Athugasemdir
banner
banner