Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. ágúst 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Fleiri enskir leikmenn í byrjunarliðunum en áður
Luke Shaw og Harry Maguire voru í byrjunarliði Manchester United gegn Chelsea.
Luke Shaw og Harry Maguire voru í byrjunarliði Manchester United gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Sterling var í stuði um helgina.
Sterling var í stuði um helgina.
Mynd: Getty Images
Ungir enskir leikmenn voru meira áberandi en áður í byrjunarliðum liðanna í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

22 enskir leikmenn voru í byrjunarliðum topp sex liðanna en meðalaldur þeirra var 23 ára. Ekki hafa fleiri Englendingar verið í byrjunarliðum topp sex liðanna síðan tímabilið 2016/2017.

Af þeim 220 leikmönnum sem voru í byrjunarliðinu hjá öllum liðum í deildinni um helgina voru 83 Englendingar.

Það er hæsta hlutfall enskra leikmanna í fyrstu umferðinni síðan 85 Englendingar voru í byrjunarliði í fyrstu umferð 2010/2011.

Burnley og Southampton áttu flesta Englendinga í byrjunarliðinu um helgina en bæði lið byrjuðu með sjö enska leikmenn inn á.

Hér að neðan má sjá Englendingana sem voru í byrjunarliði topp 6 liðanna.

Arsenal
Ainsley Maitland-Niles (21 árs), Calum Chambers (24), Reiss Nelson (19)

Chelsea
Mason Mount (20), Ross Barkley (25), Tammy Abraham (21)

Liverpool
Trent Alexander-Arnold (20), Joe Gomez (22), Jordan Henderson (29)

Manchester City
Kyle Walker (29), John Stones (25), Raheem Sterling (24)

Manchester United
Aaron Wan-Bissaka (21), Harry Maguire (26), Luke Shaw (24), Jesse Lingard (26), Marcus Rashford (21)

Tottenham
Kyle Walker-Peters (22), Danny Rose (29), Harry Winks (23), Harry Kane (26)
Athugasemdir
banner