Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 13. ágúst 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Ísland í dag - Heil umferð í Inkasso-deild kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heil umferð er á dagskrá í Inkasso-deild kvenna í kvöld og einnig fara fram tveir leiki í C-riðli 4. deildar.

Topplið Þróttar R. fer í Kópavog og heimsækir þar Augnablik. Lið Þróttar verið á mikilli siglingu og hefur nú sigrað fimm leiki í röð. Augnablik situr í sjöunda sæti með fjórtán stig.

Ef að Þróttur R. misstígur sig í Kópavogi getur FH skotist á toppinn, sigri liðið Grindavík í Kaplakrika. Grindavík er líkt og Augnablik með fjórtán stig en stelpurnar suður með sjó með betri markatölu og sitja í sjötta sæti.

Leikur Aftureldingar og Hauka verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst hann klukkan 19:15. Tveimur stigum munar á liðunum fyrir leikinn en Afturelding situr í þriðja sætinu með tuttugu stig, Haukar í fimmta sæti.

ÍA og ÍR mætast síðan á Skaganum en heimastúlkur þurfa þar á þremur stigum að halda. ÍR er svo gott sem fallið en liðið er með eitt stig og -53 í markahlutfalli.

Í 4. deild karla tekur Stokkseyri á móti GG og á Hertz-vellinum í Breiðholti mætast Fenrir og Berserkir. GG hefur tryggt sig í umspil á meðan Berserkir keppast við Hamar um hitt lausa sætið.

Hér að neðan má sjá leiki dagsins í íslenska boltanum.

Inkasso deild kvenna
18:00 Fjölnir-Tindastóll (Extra völlurinn)
19:15 Afturelding-Haukar (Varmárvöllur - gervigras)
19:15 FH-Grindavík (Kaplakrikavöllur)
19:15 ÍA-ÍR (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Augnablik-Þróttur R. (Kópavogsvöllur)

4. deild karla - C-riðill - 4. deild karla
19:00 Stokkseyri-GG (Stokkseyrarvöllur)
20:00 Fenrir-Berserkir (Hertz völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner