Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. ágúst 2019 11:37
Elvar Geir Magnússon
Kovac: Umræðan er á villigötum
Kovac segir umræðuna á villigötum.
Kovac segir umræðuna á villigötum.
Mynd: Getty Images
Bayern München fékk til sín Ivan Perisic frá Inter í morgun en Þýskalandsmeistararnir mæta Hertha Berlín í fyrsta leik tímabilsins á föstudagskvöld.

Bæjarar þurftu að styrkja sóknarleik sinn og hafa reynt að fá Leroy Sane og Callum Hudson-Odoi án árangurs.

Sparkspekingar í Þýskalandi hafa gagnrýnt kaupin á Perisic og segja að hann sé of gamall, 30 ára, og ekki með sömu gæði og þeir leikmenn sem Bayern hafi fyrst verið að eltast við.

Niko Kovac, stjóri Bayern, er ósáttur við þessa umræðu.

„Það er auðvelt að vera alltaf að gagnrýna. Stefan Effenberg kom til Bayern þegar ann var þrítugur og hann vann Meistaradeildina með félaginu. Við þurfum að líta framhjá aldrinum. Þessi umræða er á villigötum og er virðingarleysi í garð leikmannsins," segir Kovac.

Búist var við því að Bæjarar myndu styrkja sóknarleik sinn enn frekar eftir að Arjen Robben og Franck Ribery hurfu á braut.

Hasan Salihamidzic, íþróttastjóri Bayern, segir að Perisic muni styrkja Þýskalandsmeistarana mikið.

„Hann hefur í mörg ár spilað í fremstu röð með króatíska landsliðinu. Hann er fjölhæfur í sóknarleiknum og býr yfir flottri tækni," segir Salihamidzic.

Perisic þekkir þýsku deildina vel en hann spilaði með Borussia Dortmund og Wolfsburg áður en hann gekk í raðir Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner