Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 13. ágúst 2019 16:49
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeild kvenna: Breiðablik í 32-liða úrslitin
Berglind Björg skoraði tvö mörk.
Berglind Björg skoraði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sarajevo 1 - 3 Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('18)
0-2 Sjálfsmark, Hasanbegovic ('30)
0-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('81)
1-3 Bojat ('88)

Kvennalið Breiðabliks er búið að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Breiðablik vann 3-1 sigur gegn Sarajevo í Bosníu í dag.

Fyrir leikinn var ljóst að íslenska liðið væri öruggt með sæti með jafntefli en yfirburðirnir voru talsverðir.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir braut ísinn á 18. mínútu. Alexandra Jóhannsdóttir átti stoðsendingunar.

Forystan tvöfaldaðist á 30. mínútu þegar markvörður Sarajevo skoraði sjálfsmark eftir hornspyrnu.

Selma Sól Magnúsdóttir átti svo sendingu á Berglindi á 81. mínútu og hún skoraði annað mark sitt og þriðja mark Breiðabliks.

Sarajevo minnkaði muninn í lokin en komst ekki lengra. Breiðablik vann alla þrjá leiki sína í undanriðlinum af miklu öryggi.
Athugasemdir
banner
banner