Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. ágúst 2019 14:47
Elvar Geir Magnússon
Óli Kristjáns: Óðs manns æði að fókusa á einhvern einn
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar fögnuðu sigri gegn Val.
FH-ingar fögnuðu sigri gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH og KR eigast við í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í Kaplakrikanum annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, svaraði spurningum í aðdraganda leiksins á heimasvæði FH-inga á Facebook.

Hann segir að sigurleikurinn gegn Val á sunnudag hafi tekið á líkamlega þegar hann var spurður út í stöðuna á leikmannahópnum. Hjörtur Logi Valgarðsson fór meiddur af velli í þeim leik og Guðmundur Kristjánsson og Brynjar Ásgeir Guðmundsson voru ekki með.

„Logi fékk högg á lærið en hefur verið ágætlega frískur, bæði í dag og í gær. Hann ætti að vera klár. Gummi hefur verið að æfa með okkur en Brynjar er ekki með," segir Ólafur.

FH er nú komið í þriðja sæti í Pepsi Max-deildinni en hlutirnir eru ansi fljótir að breytast þar.

„Ef við förum í úrslit í bikar, ef við vinnum bikarinn og skilum FH í Evrópusæti þá get ég kvittað undir það að út frá úrslitum sé tímabilið hjá FH gott. Það er bara langur vegur í það enn. Við höfum ekki verið að binda saman of marga sigurleiki, við þurfum að komast á það skrið. Það er bara ein leið til þess og það er að trúa á það sem við erum að gera," segir Ólafur.

„Við þurfum að vera fókuseraðir inn á við og ekki láta neitt trufla okkur, láta ekki neitt slá okkur út úr laginu. Við þurfum að leggja þá vinnu í leikina sem við lögðum í Valsleikinn, liðið og allt starfsliðið. Þá eigum við möguleika á því að eiga ágætis tímabil. Ég vil sjá stíganda og að við séum að bæta okkur og lyftast upp töfluna og endum á stað sem er FH sæmandi í haust."

KR-ingar töpuðu óvænt 4-1 fyrir HK í síðasta deildarleik sínum.

„KR hefur verið það 'solid' í deildinni að ég held að þetta hafi bara verið ákveðið slys hjá þeim. Ég hef enga trú á því að þeir mæti í leikinn á morgun eins og þeir hafi sjálfir talað um að þeir hafi mætt í leikinn í Kórnum. Ég legg ekki of mikið í þessi úrslit þó þau hafi verið frábær hjá HK," segir Ólafur spurður út í KR-liðið sem trónir á toppi Pepsi Max-deildarinnar.

„Það er mikilvægast fyrir okkur að hugsa um okkur sjálfa en það hafa leikmenn í KR-liðinu verið virkilega sterkir í sumar. Fyrir utan það að þeir hafa virkilega sterka liðsheild. Kristinn Jóns og Óskar hafa verið frábærir, Atli Sigurjóns hefur spilað vel og miðjumennirnir verið góðir. Tobias er sterkur senter og nú er Flóki líka kominn inn. Þetta lið getur gert mörk úr mörgum áttum en þeirra helsti styrkleiki finnst mér liðsheildin og bragurinn á liðinu. Svo eru menn þarna sem geta klárað leiki. Það væri óðs manns æði að fókusera á einn eða tvo leikmenn."

Hér má sjá viðtalið við Ólaf:


Athugasemdir
banner
banner
banner