fim 13. ágúst 2020 22:30
Aksentije Milisic
Dortmund vill að Sancho skuldbindi sig félaginu
Mynd: Getty Images
Sagt er að Dortmund sé að þrýsta á Jadon Sancho um að skuldbinda framtíð sína opinberlega til klúbbsins.

Sancho hefur mikið verið orðaður við Manchester United en liðin hafa enn ekki náð að semja. Forráðarmenn United eru þó bjartsýnir á að þeim takist að kaupa Sancho.

Dortmund gaf það út á dögunum að leikmaðurinn muni spila fyrir félagið á næsta tímabili þar sem Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, sagði að leikmaðurinn væri ekki að fara neitt og að Dortmund bíði nú eftir því að hann skuldbindi sig félaginu opinberlega.

Orðrómar um að Sancho væri á förum hafa verið í gangi í allt sumar en félagið hefur haldið áfram að neita því að hann sé á förum. Nú bíða menn í Dortmund eftir því að Sancho klári þetta mál sjálfur, hvort sem það verður í viðtali eða á samskiptamiðlum, þar sem hann skuldbindir sig liðinu.

Dortmund vill fá hið minnsta 108 milljónir punda fyrir Sancho, ef hann á að fara.
Athugasemdir
banner
banner
banner