Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. ágúst 2020 11:42
Elvar Geir Magnússon
„Skoska ríkisstjórnin áttar sig á því hvað er í húfi"
KR tapaði 0-1 fyrir Celtic á heimavelli sínum 2014.
KR tapaði 0-1 fyrir Celtic á heimavelli sínum 2014.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir það frábært að geta spilað einn leik (gegn FH annað kvöld) áður en Íslandsmeistararnir halda til Skotlands í næstu viku og leika þar stakan leik gegn Celtic í undankeppni Meistaradeildarinnar.

„Þetta er það stór leikur að það væri slæmt að hafa ekki spilað fótboltaleik í einhverjar vikur þegar kæmi að honum. Það er frábært að Íslandsmótið sé að fara af stað og við verðum að halda fókusnum á FH núna," segir Rúnar.

Það hefur verið óvissa í kringum Evrópuleiki íslensku liðanna og þar er leikur Celtic og KR engin undantekning. Skoska ríkisstjórnin lét fresta tveimur leikjum liðsins eftir að leikmaður braut reglur um sóttkví.

„Við göngum bara út frá því að það verði leikur og höfum gert það allan tímann. Aberdeen fékk tveggja vikna bann en Celtic tíu daga bann. Skoska ríkisstjórnin áttar sig á því að með því að banna Celtic að spila leikinn gegn okkur þá sé liðið fallið úr Meistaradeildinni," segir Rúnar.

„Það eru gríðarlegir fjármunir í húfi fyrir félag eins og Celtic og skoska knattspyrnu. Ég held að þeim verði ekki bannað að spila gegn okkur. Við göngum út frá því að það verði spilað."

Leikur Celtic og KR fer fram á þriðjudaginn næsta, 18. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner