Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 13. ágúst 2022 17:01
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Njarðvík aftur á sigurbraut - Sandgerðingar í bobba
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í 2. deildinni þar sem topplið Njarðvíkur er komið aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð.


Sigur Njarðvíkur gegn KFA gekk snurðulaust  þar sem Arnar Helgi Magnússon og Bergþór Ingi Smárason komu heimamönnum í tveggja marka forystu fyrir leikhlé.

Marc McAusland gerði þriðja mark Njarðvíkinga áður en gestirnir minnkuðu muninn. Njarðvík er með fimm stiga forystu á Þrótt R. í toppbaráttunni á meðan KFA siglir nokkuð lygnan sjó í neðri hlutanum, átta stigum frá fallsvæðinu þegar sex umferðir eru eftir.

Reynir Sandgerði er þá í vandræðum eftir stórt tap gegn sameinuðu liði Hattar og Hugins. Sandgerðingar voru vongóðir fyrir leikinn eftir frækinn sigur á toppliði Njarðvíkur í síðustu umferð, en svo fór ekki.

Heimamenn rúlluðu gjörsamlega yfir Reynismenn og enduðu á að vinna leikinn með fimm marka mun.

Reynir er í fallsæti, átta stigum eftir Hetti/Hugin og KFA.

ÍR og Víkingur Ólafsvík mætast í lokaleik dagsins.

Höttur/Huginn 5 - 0 Reynir S.
1-0 Stefán Ómar Magnússon ('35 )
2-0 Matheus Bettio Gotler ('43 )
3-0 Rafael Alexandre Romao Victor ('67 )
4-0 Eiður Orri Ragnarsson ('70 )
5-0 Hjörvar Sigurgeirsson ('86 )

Njarðvík 3 - 1 KFA
1-0 Arnar Helgi Magnússon ('32 )
2-0 Bergþór Ingi Smárason ('42 )
3-0 Marc McAusland ('59 )
3-1 Marteinn Már Sverrisson ('76 )
Rautt spjald: Magnús Þórir Matthíasson , Njarðvík ('53)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner