Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. ágúst 2022 21:19
Ívan Guðjón Baldursson
PSG með tíu mörk skoruð eftir tvær umferðir
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Paris Saint-Germain hefur farið af stað af miklum krafti með nýjum þjálfara, Christophe Galtier, á nýju deildartímabili.


Stórveldið fékk Montpellier í heimsókn í dag og gat tekið forystuna eftir 23 mínútur en Kylian Mbappe misnotaði vítaspyrnuna. Fyrsta markið kom korteri seinna þegar Falaye Sacko setti boltann óvart í eigið net.

Neymar tvöfaldaði forystuna fyrir leikhlé með marki úr vítaspyrnu og skoraði hann svo þriðja mark PSG í upphafi seinni hálfleiks.

Wahbi Khazri, fyrrum leikmaður Sunderland í úrvalsdeildinni, minnkaði muninn fyrir gestina áður en Mbappe bætti fjórða marki PSG við. Renato Sanches, sem er nýkominn til PSG, var skipt inn undir lokin og tók nokkrar sekúndur að skora sitt fyrsta mark í nýrri treyju.

Mónakó tók þá á móti Rennes fyrr í dag og skildu liðin jöfn þó að heimamenn hafi spilað leikmanni færri í 75 mínútur og klúðrað vítaspyrnu.

Mónakó lenti undir en Breel Embolo gerði jöfnunarmarkið á 72. mínútu. Mónakó er með fjögur stig eftir tvær umferðir en þetta var fyrsta stigið hjá Rennes.

PSG 5 - 2 Montpellier
0-0 Kylian Mbappe ('23, misnotað víti)
1-0 Falaye Sacko ('39, sjálfsmark)
2-0 Neymar ('43, víti)
3-0 Neymar ('51)
3-1 Wahbi Khazri ('58)
4-1 Kylian Mbappe ('69)
5-1 Renato Sanches ('87)
5-2 Enzo Tchato ('91)

Mónakó 1 - 1 Rennes
0-0 A. Disasi ('33, misnotað víti)
0-1 G. Laborde ('59)
1-1 Breel Embolo ('72)
Rautt spjald: Y. Fofana, Mónakó ('15)


Athugasemdir
banner
banner