Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 13. september 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Við getum bætt okkur í mörgu
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola var að sjálfsögðu kátur þegar hann ræddi við blaðamenn eftir 4-0 sigur Manchester City á Feyenoord í kvöld.

„Á síðasta tímabili gátum við ekki unnið á útivelli og við töluðum um það. Ef við viljum taka skref fram á við þá þurfum við að ná í úrslit á heimavelli og útivelli," sagði Guardiola.

„Þetta var góð frammistaða og það var mikilvægt fyrir okkur að ná inn marki snemma í leiknum."

„Við getum bætt margt, en þetta var góð byrjun fyrir okkur."

„Við höfum keypt fimm nýja leikmenn og ætlum okkur að taka skrefið fram á við, eins öll önnur stórlið í Evrópu. Það er mikilvægt að sjá hvort við getum spilað sóknarbolta á útivelli, við viljum ekki treysta á skyndisóknir," sagði Guardiola að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner