Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 13. september 2017 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba spilar ekkert næsta mánuðinn
Pogba meiddist í gær.
Pogba meiddist í gær.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Paul Pogba sem spilar með Manchester United verður frá í fjórar til sex vikur. Þetta segir á vefsíðu BBC í kvöld.

Pogba fór meiddur af velli í 3-0 sigrinum á Basel í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Hann virtist hafa tognað aftan í læri.

Hann fór í skoðun í dag og BBC segir að hann verði að minnsta kosti frá í mánuð; 4-6 vikur.

Pogba spilar þá ekkert fyrr en eftir landsleikjahléið í október og hann spilar ekki með Frökkum í komandi landsleikjum í undankeppni HM. Spurning er hvort hann nái leiknum gegn Liverpool 14. október.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, mun væntanlega tjá sig frekar um meiðsli Pogba á blaðamannafundi á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner