fim 13. september 2018 14:23
Elvar Geir Magnússon
Eitrað fyrir rússneskum mótmælanda?
Dejan Lovren, varnarmaður króatíska landsliðsins, aðstoðar við að koma Pyotr Verzilov af vellinum.
Dejan Lovren, varnarmaður króatíska landsliðsins, aðstoðar við að koma Pyotr Verzilov af vellinum.
Mynd: Getty Images
Pyotr Verzilov, rússneskur maður sem hljóp inn á völlinn og truflaði úrslitaleik HM í sumar, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Grunur leikur á að honum hafi verið byrlað eitur.

Fjórir einstaklingar, íklæddir gamaldags lögreglubúningum, hlupu inn á völlinn í sumar í mótmælum sem voru skipulögð af pönkhljómsveitinni Pussy Riot. Með gjörningnum vildu meðlimir hljómsveitarinnar mótmæla lögregluofbeldi og ólöglegum handtökum í Rússlandi.

Sagt er að á þriðjudag hafi Verzilov kvartað yfir því að vera að missa sjónina, hann hafi síðan átt erfitt með að tjá sig og ekki getað gengið.

Eiginkona hans er Nadezhda Tolokonnikova sem er í Pussy Riot og var dæmd í tveggja ára fangelsi 2012 fyrir mótmæli í dómkirkju í Moskvu.

Tolokonnikova sagði á Twitter að mögulega hafi verið eitrað fyrir eiginmanni sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner