Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. september 2018 21:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
FIFA vill takmarka fjölda leikmanna sem eru lánaðir
Infantino og félagar hjá FIFA eru stórhuga þessa dagana.
Infantino og félagar hjá FIFA eru stórhuga þessa dagana.
Mynd: Getty Images
FIFA er að undirbúa breytingar á alþjóðlega félagskiptaglugganum sem myndi takmarka þann fjölda leikmanna sem eru lánaðir auk þess sem þeir vilja taka á gjöldum til umboðsmanna.

FIFA vill takmarka fjölda leikmanna sem fara á láni frá einum klúbbum og þeyfa einungis sex til átta leikmönnum að fara á lán frá hverju félagi.

Takmarkið er að stöðva félög, sérstaklega á Englandi og Ítalíu sem semja við fjölda leikmanna og lána þá síðan strax út. Á síðasta tímabili var Chelsea með 40 leikmenn á láni. Á þessu tímabili er Juventus með 25 leikmenn á láni.

Þá er FIFA ennig með hugmynd um að búa til ferli stjórnað af banka sem sæji um allar greiðslur sem tengjast uppeldisbætum í félagsskiptum. Auk þess myndu greiðslur til umboðsmanna flokkast undir þennan starfshóp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner