Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 13. september 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Friðrik Dór með fyndna sögu - Hætti í boltanum og fór í tónlist
Friðrik Dór spilaði upp alla yngri flokkana með FH.
Friðrik Dór spilaði upp alla yngri flokkana með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Tónlistarmaðurinn vinsæli Friðrik Dór Jónsson segir frá því í hlaðvarpsþættinum „Millivegurinn" hvernig fótboltaferill hans endaði. Arnór Sveinn Aðalsteinsson leikmaður KR og Bergsveinn Ólafsson leikmaður Fjölnis eru stjórnendur hlaðvarpsþáttarins.

Friðrik Dór lagði skóna á hilluna sumarið 2009 og snéri sér í kjölfarið af tónlistinni.

Friðrik Dór spilaði upp alla yngri flokkana hjá FH en tók sér síðan eins árs frí eftir að hafa klárað 2. flokk. Hann ákvað fyrir sumarið 2009 að reyna að komast að í leikmannahópi FH.

„Ég hringdi í Heimi Guðjóns. FH var á þessum tíma langbesta liðið á landinu. Tryggvi Guðmunds og allir þessir gæar voru í liðinu. Ég spurði hvort ég gæti ekki byrjað aftur að æfa með þeim. Af óskiljanlegum ástæðum sagði Heimir: 'Jú jú, komdu bara.' Á þessum tíma var ég örugglega orðinn sjö kílóum of þungur til að vera með meistaraflokki í Pepsi-deild," segir Friðrik og hlær.

„Ég kláraði undirbúningstímabilið með FH. Undir lok undirbúningstímabilsins átti ég hressandi spjall við Heimi. Hann sagði að það væri ekki framtíð fyrir mig hjá félaginu. 'Þú ert ekki mjög snöggur. Þú gætir verið betri á boltann,' sagði hann. Það vantaði eitthvað upp á hjá kallinum í öllum þáttum leiksins."

„Framkvæmdastjóri félagsins á þessum tíma var Pétur Stephensen sem er mikill meistari. Hann sagði mér að ÍR-ingar sem Laugi Bald var að þjálfa vildu ólmir fá mig. Ég fór þangað og æfði og æfði. Mér fannst ég eki vera mikið verri en margir þarna en var af einhvejrum ástæðum aldrei í hóp. Eftir fjórar vikur spurði ég Lauga hvað væri í gangi. Þá sagði hann 'Ég skil ekki af hverju þú komst hingað.' Þá var Pétur bara að ljúga að mér, hann vildi bara losa kallinn,"
sagði Friðrik og skellihló.

„Þetta eru tvö eftirminnilegustu spjöll sem ég hef átt. Bæði við Heimi og Lauga. Þarna nennti ég þessu ekki mikið lengur," sagði Friðrik um fótboltaferil sinn.

Í kjölfarið ákvað Friðrik Dór að hella sér út í tónlistina en hann gaf út lagið „Hlið við hlið" nokkrum vikum síðar. Síðan þá hefur hann sent frá sér marga smelli sem hafa slegið í gegn.

Athugasemdir
banner
banner
banner