Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
   fim 13. september 2018 16:05
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Pressan er á Stjörnunni
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks.
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Andinn er gríðarlega góður og eftirvæntingin er mikil," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, á fjölmiðlaviðburði í Laugardalnum í dag.

Verið var að hita upp fyrir komandi bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks sem verður klukkan 19:15 á Laugardalsvelli á laugardagskvöld.

„Við erum að spila gegn Stjörnunni, liði sem við höfum ekki unnið í tvö ár, og þetta verður erfitt verkefni. Ég tel að Stjarnan sé sigurstranglegra liðið og ég held að allir í kringum fótboltann séu á því. Pressan er á Stjörnunni því þeir hafa aldrei unnið bikarinn. Ég hef unnið þennan bikar og Blikarnir hafa unnið hann."

„Ég held að það verði dramatík í þessum leik. Okkar leið í bikarnum hefur verið skemmtileg og full af drama. Það sýnir mikinn karakter í liðinu."

Breiðablik tapaði báðum leikjum sínum gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni. Telur Gústi sig vera búinn að finna leið til að leggja Garðbæinga að þessu sinni?

„Það hafa verið jafnir leikir. Við unnum þá í Bose bikarnum í vetur og kannski þarf að rýna í hvað við gerðum vel þar! En þetta verður skák held ég, barátta og vonandi góður fótbolti. Þetta getur ekki verið skemmtilegri," sagði Ágúst.

Hann segist aldrei hafa fundið fyrir eins mikilli spennu í liðum fyrir bikarúrslitaleik áður.

„Þetta verður algjör veisla held ég, það gæti orðið besta mæting á bikarúrslitaleik í langan tíma. Það er gert vel hjá báðum félögum og það verður húllumhæ fyrir leikinn. Við munum fá góðan stuðning og þetta verður algjör veisla á laugardagskvöldi."

Sjá einnig:
Rúnar Páll: Bikar sem vantar í Garðabæinn
Þóroddur Hjaltalín dæmir úrslitaleikinn
Þrír Blikar glíma við meiðsli í aðdraganda bikarúrslitaleiksins
Láttu vaða - Spurningaleikur
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Hverjir verða Englandsmeistarar?
Athugasemdir
banner
banner
banner