Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 13. september 2018 18:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Manchester City brýtur 500 milljón punda tekjumúrinn
Guardiola hjálpar City að moka inn pening.
Guardiola hjálpar City að moka inn pening.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur fylgt á eftir andstæðingum sínum í Manchester United og hefur nú skráð tekjur upp á 500 milljónir punda í ársskýrslu sinni fyrir tímabilið 2017-18.

City skilaði auk þess hagnaði fjórða árið í röð og er með launa-tekju hlutfall upp á 52%. City var með tekjur upp á 473.4 milljónir punda tímabilið 2016-17 en er nú annað félagið sem skilar rúmlega 500 milljón punda tekjum.

Manchester United tókst það fyrst enskra liða árið 2016 þegar tekjur félagsins voru 581.2 milljónir punda. City er auk þess fimmta liðið í Evrópu sem afrekar slíkt en auk Manchester liðanna tveggja eru Real Madrid, Barcelona, Bayern Muncen í þeim hópi.

Inni á vellinum náði liðið frábærum árangri og náði 100 stigum er þeir lyftu enska titlinum. Stjórnarformaður City, Khaldoon Al Mubarak er stoltur af árangrinum.

Tímabilið 2017-18 fer í sögubækurnar vegna þess ótrúlega fótbolta sem við urðum vitni að. Við erum full af stolti vegna þeirrar hörðu vinnu sem Pep Guardiola, leikmennirnir og starfsmenn leggja á sig, ” sagði Khaldoon Al Mubarak.

Okkar markmið er að sjálfsögðu að byggja á árangri síðasta árs. Við viljum alltaf gera betur.”

City mætir nýliðum Fulham á laugardaginn en bæði lið hafa byrjað tímabilið ágætlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner