Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 13. september 2018 07:00
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán um úrslitaleikinn: Ólíkir leikstílar og ólíkir þjálfarar
Það má búast við spennandi leik.
Það má búast við spennandi leik.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Óli Stefán er þjálfari Grindavíkur.
Óli Stefán er þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardagskvöld eigast við Breiðablik og Stjarnan í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Leikurinn verður á Laugardalsvelli og hefst klukkan 19:15.

Breiðablik hefur einu sinni orðið bikarmeistari en liðið vann Fram eftir vítaspyrnukeppni 2009. Stjarnan hefur tvívegis komist í úrslitin en tapaði í bæði skiptin.

Fótbolti.net fær álitsgjafa til að skoða leikinn en þar á meðal er Óli Stefán Flóventsson.

„Þarna eigast við lið með nokkuð ólíka leikstíla og ólíka þjálfara. Ég hef verið á báðum þeirra leikjum í sumar og það hafa verið afskaplega flottir fótboltaleikir. Þetta er uppskrift að frábærum úrslitaleik," segir Óli Stefán.

„Stjarnan er með kröftugt og beinskeytt lið. Þeir gera rosalega vel úr því. Þeir hafa marga möguleika í þeim efnum fram og við og eru sterkir varnarlega. Blikar eru minni, teknískari og vilja kannski halda bolta betur. Mér finnst Gústi hafa gert ótrúlega vel með þá. Þeir hafa verið agaðir og sótt hratt og gert það mjög vel. Það verður fróðlegt að sjá hvernig spilast úr þessu,"

Það má búast við gríðarlega jöfnum leik og það kæmi Óla ekki á óvart ef hann yrði opinn.

„Stjarnan hefur unnið báða leikina gegn Blikum í hörkuleikjum. Þetta á eftir að ráðast á gamla góða dagsforminu. Stjarnan hefur sýnt öfluga og stöðuga frammistöðu í sumar og ef þeir halda þeim dampi inn í þennan dag hef ég trú á að þeir taki þetta. En Gústi er góður vinur minn og ég óska honum alls hins besta."

„Þetta gæti orðið opinn og skemmtilegur leikur. Vonum að þetta fari 3-2! Síðasti leikur milli þessara lið, í Garðabænum, var mjög opinn þó vissulega hafi mörkin getað orðið fleiri."

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Dæmdu hverjir eru betri
Leiðin í úrslitaleikinn
Hvernig fer Víkingur - Breiðablik á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner