fim 13. september 2018 23:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pottechino útilokar ekki nýjan samning fyrir Alderweireld
Alderweireld var á Íslandi með landsliði Belgíu.
Alderweireld var á Íslandi með landsliði Belgíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham hefur ekki útilokað að Toby Alderweireld samþykki nýjan samning hjá félaginu.

Framtíð belgíska varnarmannsins virtist vera komin á hreint eftir að hann var settur í frystinn í lok síðasta tímabils og mistókst að skrifa undir nýjan samning. Alderweireld var hinsvegar áfram hjá félaginu í sumar þrátt fyrir áhuga frá liða líkt og Manchester United, Bayern Munic og PSG.

Alderweireld hefur komið sér aftur í byrjunarlið Tottenham og sagði í viðtali í vikunni að hann vildi aldrei yfirgefa félagið.

Þegar félagskiptaglugginn lokaði í Englandi og Evrópu held ég að við höfum bara haldið áfram. Ég tala aldrei um aðstæður sem eru kannski já og kannski nei, sem félagið er að eiga við. Í slíkum aðstæðum er það ekki mitt starf að tala um einstaka tilfelli,” sagði Pottechino.

Ég held að það sé skýrt, ekki bara í þessu tilfelli að þegar eitthvað gerist munum við koma fréttunum til skila eins fljótt og hægt er. Ég ætla ekki að tala um einstaka tilfelli. Það mun ekki hjálpa neinum.”
Athugasemdir
banner
banner