Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 13. september 2018 20:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Puel ekki viss hvort að Maguire sé með klásúlu í samningi sínum
Puel er ekki mikið að velta sér upp úr smáatriðum í nýjum samningi Maguire.
Puel er ekki mikið að velta sér upp úr smáatriðum í nýjum samningi Maguire.
Mynd: Getty Images
Claude Puel, knattspyrnustjóri Leicester City segist ekki vita hvort að Harry Maguire hafi klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleyft að fara fyrir ákveðna upphæð.

Enski landsliðsmaðurinn virðist hafa verið á óskalista hjá Manchester United í sumar en skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Leicester síðasta sunnudag.

Maguire segir að hann hafi ákveðið að virða ákvörðun sem eigendur Leicester tóku um að halda honum en svo virðist sem United muni áfram vera á höttunum eftir þjónustu kappans.

Puel segist sjálfur ekki hafa hugmynd um það hvort að einhver klásúla sé í samningi leikmannsins.

Ég veit ekki hvernig samningurinn er nákvæmlega. Ég get bara sagt að ég hef góða tilfinningu fyrir allan klúbbinn og fyrir stuðningsmennina. Samingurinn sýnir metnaðinn hjá félaginu, eigendunum og fyrir stuðningsmennina er þetta gott upp á framtíðina,” sagði Puel.

Við héldum okkar besta leikmanni og þetta er góður hlutur því nú getum við haldið áfram að bæta okkur. Harry veit um hæfileika sína og mikilvægi fyrir félagið.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner