Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 13. september 2018 19:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Tuchel gæti hvílt Neymar fyrir Liverpool leikinn
Tuchel vill hafa Neymar í toppstandi gegn Liverpool.
Tuchel vill hafa Neymar í toppstandi gegn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Tomas Tuchel, þjálfari PSG í Frakklandi hefur staðfest að Neymar gæti verið hvíldur gegn Saint-Etienne svo að hann verði klár í slaginn gegn Liverpool í meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Neymar var á ferðinni með Brasilíu í landsleikjahléinu og Tuchel hefur áhyggjur af því að hann sé viðkvæmur fyrir meiðslum í aðdraganda meistaradeildarinnar.

Eina vandamálið er, hver er hættan fyrir hann á morgun? Getur hann spilað allan leikinn eða minna og samt ekki horft til leiksins gegn Liverpool?” sagði Tuchel.

Það var leikurinn á miðvikudagskvöld, flugið, flugþreytan, hvernig hann kemst aftur. Þetta er eins fyrir Marquinhos. ”

Á sama tíma og PSG gæti verið án Neymar á föstudagskvöldið gæti Tuchel nýtt sér Marco Verratti sem er að komast af stað á ný eftir meiðsli.

Það er mjög mikilvægt að leikmaður með eiginleika eins og Marco sé kominn aftur. Það er líka mikilvægt að hann sé heill heilsu. Hann getur skipt sköpum á miðsvæðum, er mjög hugrakkur leikmaður. Hann vill alltaf hafa boltann sem er mikilvægt fyrir okkur.”
Athugasemdir
banner
banner
banner