Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. september 2018 15:55
Elvar Geir Magnússon
Valsmenn fá 75 þúsund króna sekt vegna ummæla Óla Jó
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í vikunni var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, sendi til nefndarinnar þann 4. september.

Fram kemur í greinargerðinni að málið varði ósæmilega framkomu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals í mfl. karla, í viðtali sem birtist þann 2. september 2018.

Var um að ræða opinber ummæli Ólafs sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og til þess fallin að draga heiðarleika dómara í leik KA og Vals í Pepsi-deild karla í efa.

Ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum að sekta Knattspyrnudeild Vals um 75 þúsund krónur.

Ólafur fór í viðtal við Stöð 2 Sport og sakaði Einar Inga Jóhannsson, dómara um að hafa sleppt því að dæma víti til Valsmanna, í 3-3 jafnteflisleik gegn KA, þar sem hann sé Stjörnumaður. Valur og Stjarnan eru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.

„Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður, hann er fæddur og uppalinn í Stjörnunni, nánast í Stjörnuheimilinu og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur, það gaf augaleið. Það er engin spurning í mínum huga að það var náttúrulega púra víti," sagði Ólafur í viðtalinu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner