Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 13. september 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zamparini býst við að Dybala fari í janúar
Mynd: Getty Images
Maurizio Zamparini, forseti Palermo, býst við að Paulo Dybala yfirgefi Juventus í janúar. Zamparini og Dybala þekkjast frá tíma Argentínumannsins hjá Palermo, þar sem hann var í þrjú ár áður en hann tók stökkið til Juve.

Það er gífurlega mikil samkeppni um byrjunarliðssæti hjá Juve, sérstaklega eftir komu Cristiano Ronaldo, og hefur Dybala aðeins fengið að spila 100 mínútur í fyrstu þremur deildarleikjunum.

„Fyrir tveimur árum sendi ég skilaboð til Paulo og sagði honum að fara til Spánar um leið og hann gæti, það er ekki sniðugt að vera í ítalska boltanum," sagði Zamparini við RMC Sport.

„Fyrr eða síðar mun hann fara í spænska boltann vegna þess að Juventus þarf pening. Ég er viss um að hann verði seldur í janúar."

Dybala kostaði 36 milljónir punda fyrir þremur árum og hefur verðmiðinn á honum tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast frá komu hans til Juve.

„Það eru mörg lið sem hafa áhuga á honum og hann hlýtur að fara. Það er mikið af frábærum leikmönnum hjá Juventus og það geta ekki allir byrjað leikina, en það eru mistök að geyma Dybala á bekknum. Ég er ekki bara að segja þetta því hann var hjá Palermo.

„Ég man þegar Ibrahimovic fór til Barcelona, hann höndlaði ekki samkeppnina við Messi og fór. Eitthvað svipað gæti gerst útaf komu Cristiano hjá Juventus."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner