Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. september 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
10 ár síðan Óli Kristjáns vann bikarinn - „Ég er vel peppaður"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tíu ár eru síðan Ólafur Kristjánsson leiddi Breiðablik til sigurs í bikarkeppninni í fyrsta skipti en liðið vann þá Fram í úrslitaleik eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.

Ólafur mætir aftur í bikarúrslit á morgun en lærisveinar hans í FH mæta þá Víkingi R. klukkan 17:00.

„Ég er vel peppaður eins og guttarnir segja. Ég hlakka til leiksins," sagði Ólafur í viðtali við Fótbolta.net í vikunni.

„Undirbúningurinn er hefðbundinn. Maður gerir sömu hlutina hvort sem það er leikur í úrsltum eða eitthvað annað. Það er alltaf sérstök stemning í úrslitaleik og það væri gaman að vinna aftur."

Hér að neðan má sjá viðtalið við Ólaf í heild.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Óli Kristjáns: Svakalega langur tími síðan FH vann titil
Athugasemdir
banner
banner
banner