banner
   fös 13. september 2019 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Björn Berg spáir í 21. umferðina í Inkasso
Björn Berg Bryde spáir í 21. umferðina.
Björn Berg Bryde spáir í 21. umferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir tryggir sér sæti í Pepsi Max-deildinni á morgun samkvæmt spá Björns.
Fjölnir tryggir sér sæti í Pepsi Max-deildinni á morgun samkvæmt spá Björns.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Magnamenn fá Þrótt í heimsókn.
Magnamenn fá Þrótt í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Næstsíðasta umferðin í Inkasso-deildinni fer fram á morgun og mikil spenna er bæði í toppbaráttunni sem og fallbaráttunni.

Björn Berg Bryde, varnarmaður HK, spáir í leikina að þessu sinni.

Fjölnir 4 - 2 Leiknir (14:00 á laugardag)
Þessi leikur er merkilegur fyrir margar sakir en þá sérstaklega vegna þess að ég verð á honum. Arnar Freyr markmannsskrímsli myndi sennilega berja mig ef ég myndi ekki tippa á Fjölnissigur og það eru slagsmál sem ég reyni að forðast. Snjallbert með þrennu og Vuk skorar pottþétt.

Njarðvík 1 - 0 Grótta (14:00 á laugardag)
Can they do it on a windy day in Njarðvík. Svarið er nei. Ég þekki Suðurnesin betur en flestir borgargómar og það er ekkert grín að rúlla suður með sjó í september. King Andri Gísla með late winner og bílaútsalan græjar á hann glæsilega station bifreið í þakkarskyni

Fram 3 - 1 Þór (14:00 á laugardag)
Framarar eru með Gunna Gunn í sínu liði og það er yfirleitt betra að hafa Gunna Gunn í sínu liði, mark á hann. Daði Lár, myndarlegasti maður landsins er líka markmannsþjálfari liðsins sem gerir það að verkum að Hlynur skorar úr markspyrnu.
Jóhann Helgi er ekkert eðlilega harður með nýja hjálminn sinn og skorar allavega 1, sennilega með hjálminum.

Afturelding 2 - 1 Víkingur Ó. (14:00 á laugardag)
Kári vinur minn býr í Mosó og sagði að Afturelding myndi vinna þennan leik. Hann fylgist reyndar lítið með fótbolta en ég verð að treysta honum. Afturelding hefði haldið hreinu ef þeir hefðu ekki rekið minn mann Ondo.

Haukar 2 - 2 Keflavík (14:00 á laugardag)
Hörkuleikur á Blásvöllum. Glæsilegasti fasteignasali landsins Geiri Ingólfs setur 2 fyrir hlé. Varnarleikur Hauka er í brasi eftir að „the real” Alexander gekk í raðir HK og meistari Janko gengur á lagið og hendir í taktíska breytingu sem stelur stigi.

Magni 0 - 2 Þróttur R. (14:00 á laugardag)
Heyrði í Þróttaralegendinu Hermanni Ágústi og hann hafði þetta um málið að segja: „Ég er uppi á heiði að þjálfa hundinn. En ég get sagt þer að miskunnarlausi kraftadvergurinn hann Rafn Andri Haraldsson siglir þessum lífsnauðsynlegu 3 fallbaráttustigum heim í Dalinn og það myndi ekki koma mér á óvart ef að framin yrði á honum borgaraleg handtaka fyrir dólgslæti að leik loknum”

Sjá fyrri spámenn:
Úlfur Blandon (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (3 réttir)
Sindri Snær Magnússon (3 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (3 réttir)
Björgvin Stefánsson (3 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (2 réttir)
Gísli Eyjólfsson (2 réttir)
Starki á völlunum (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Hjálmar Örn Jóhannsson (2 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Damir Muminovic (1 réttur)
Doddi litli (1 réttur)
Alex Þór Hauksson (1 réttur)
Gunnar Þorsteinsson (1 réttur)
Hörður Ingi Gunnarsson (1 réttur)
Davíð Örn Atlason (1 réttur)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner