Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. september 2019 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diego um landsliðið: Þarf að standa mig vel og tala betri ensku
Icelandair
Diego á landsliðsæfingu.
Diego á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, ræðir við Diego.
Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, ræðir við Diego.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Íslands og Albaníu í vikunni.
Úr leik Íslands og Albaníu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diego Jóhannesson Pando er nafn sem margir kölluðu eftir að sjá í íslenska landsliðshópnum eftir leikinn gegn Albaníu í undankeppni EM fyrr í vikunni.

Leikurinn tapaðist 4-2. Hjörtur Hermansson, sem er að upplagi miðvörður, lék í hægri bakverðinum og átti ekki sinn besta leik. Hann hefur að undanförnu leikið í hægri bakverðinum og staðið sig vel, en þetta var ekki hans besti leikur.

Hjörtur talaði um það í aðdraganda leiksins að hann vonaðist eftir því að fá einn daginn að spila miðvörð með landsliðinu.

Birkir Már Sævarsson, sem hefur átt hægri bakvarðarstöðuna undanfarin ár í landsliðinu. Birkir er 34 ára gamall og er að spila með Val í Pepsi Max-deildinni. Hann hlaut hann ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarana í þetta skiptið.

Í Innkastinu eftir leikinn gegn Albaníu kom upp sú spurning hvers vegna enginn hreinræktaður hægri bakvörður hefði verið í hópnum í þetta skiptið. Þá hefði mögulega verið hægt að skipta Hirti út af þegar sást var að hann væri í vandræðum.

Hægri bakvarðarstaðan virðist klárlega vera vandræðastaða í íslenska landsliðinu. Ein lausn er hugsanlega Diego Jóhannesson.

Byrjaði á hægri kantinum
Diego er 25 ára gamall, sókndjarfur hægri bakvörður. Hann var upprunalega kantmaður, en fór aftar á völlinn eitt tímabilið og festist þar. Svona eins og Aaron Wan-Bissaka, bakvörður Manchester United. Hann var upprunalega kantmaður, en fór aftar á völlinn og festi sig í sessi í stöðu hægri bakvarðar.

Diego hefur allan sinn meistaraflokksferil leikið með Real Oviedo á Spáni. Liðið er í spænsku B-deildinni, sem er öflug deild.

Hann á íslenskan föður og er því gjaldgengur í íslenska landsliðið. Hann á þrjá A-landsleiki að baki, allir vináttulandsleikir. Hans síðasti landsleikur var árið 2017 gegn Katar þar sem hann sýndi ekki alveg sínar bestu hliðar. Það er þó ekki rétt að útiloka hann eftir þann leik, sérstaklega í ljósi að íslenska landsliðið er ekki ríkt af hægri bakvörðum.

Reyna að tala betri ensku
Diego hefur ekki verið valinn í íslenska landsliðshópinn síðan árið 2017. Fréttamaður Fótbolta.net ákvað að forvitnast aðeins um stöðuna á honum.

„Hér á Spáni er allt í lagi með mig," sagði Diego sem hefur leikið í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins með Oviedo.

Eins og áður segir þá er faðir Diego íslenskur, en Diego hefur búið alla tíð búið á Spáni. Hann kann lítið í íslensku, en hann er að læra ensku.

„Það er nánast ómögulegt að læra íslensku hér á Spáni vegna þess að það er enginn til þess að kenna hana. Ég hef verið að læra ensku, en ég gat ekki gert það í sumar. Ég er að byrja núna aftur að læra ensku."

Diego segist skilja ensku og getur skrifað hana, en hann eigi enn eftir að ná tökum á því að tala hana.

Hann vonast til þess að vera einn daginn aftur valinn í íslenska landsliðshópinn, en hann á enn eftir að ræða við Erik Hamren, landsliðsþjálfara.

„Það er alltaf möguleiki, en ég þarf bara að standa mig vel í liðinu mínu og reyna að tala betri ensku. Ég veit að þetta verður erfitt," segir Diego.

Ísland á fjóra leiki eftir í undankeppni EM 2020. Við mætum Frakklandi og Andorra á heimavelli í október og spilum við gegn Tyrklandi og Moldóvu á útivelli í október. Ísland er með 12 stig eftir sex leiki og er enn í fínum möguleika á því að komast á þriðja stórmótið í röð. Vonin er að minnsta kosti enn á lífi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner