Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. september 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Glódís Perla spáir í 17. umferð Pepsi Max-kvenna
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Valur berjast um Íslandsmeistaratitilinn.  Þau mætast í stórleik á sunnudag.
Breiðablik og Valur berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Þau mætast í stórleik á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næstsíðasta umferðin í Pepsi Max-deild kvenna fer fram á sunnudag. Flestra augu beinast að leik Breiðabliks og Vals en þessi lið hafa keppt um Íslandsmeistaratitilinn í sumar og nú er komið að úrslitastund.

Keflavík og ÍBV eru síðan að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en annað þessara liða fellur ásamt HK/Víkingi. Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir settist í spádómsstólinn og rýndi í umferðina.

KR 2 - 2 Selfoss (14:00 á sunnudag)
Nánast replay af bikarúrslitaleiknum mínus framlenging. 2-2 í leik uppá heiður. Kempurnar Fríða og Katrín skora sitthvora tvennuna.

ÍBV 0 - 0 Fylkir (14:00 á sunnudag)
0-0 óspennandi leikur og lítið um atvik eða færi en ÍBV nær í stigið sem tryggir þeim sæti í Pepsi á næsta ári.

Keflavík 1 - 2 HK/Víkingur (14:00 á sunnudag)
Fallslagur. Keflavik þurfa að sækja til að ná í lífsnauðsynleg 3 stig og spila opin leik á meðan HK/Víkingur eru fallnar og spila því án pressu og nánast kærulaust. Það mun skila þeim sárabótastigum.

Þór/KA 1 - 2 Stjarnan (14:45 á sunnudag)
Þór/KA hafa verið í brasi síðustu leiki en vilja teygja sig eftir 3a sætinu. Stjarnan eru búnar að bjarga sér frá falli og hafa verið upp og niður í sumar en ná í 3 stig á lokasprettinum fyrir norðan.

Breiðablik 3 - 3 Valur (19:15 á sunnudag)
Stærsti og líklega einn besti leikur sumarsins. Ungir vs gamlir. Bæði lið vilja vinna og eru með góð sóknarlið svo það verður blásið til sóknar. Fullt af mörkum í mjög fjörugum leik en leikurinn endar jafntefli og færir spennuna fram á síðustu umferðina.

Sjá einnig:
Hörður Snævar Jónsson (5 réttir)
Gunnar Birgisson (4 réttir)
Sif Atladóttir (4 réttir)
Jóhann Ingi Hafþórsson (4 réttir)
Svava Rós Guðmundsdóttir (4 réttir)
Bjarni Helgason (4 réttir)
Úlfur Blandon (4 réttir)
Guðrún Arnardóttir (3 réttir)
Atli Sigurjónsson (2 réttir)
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir (2 réttir)
Gunnar Borgþórsson (2 réttir)
Erna Guðrún Magnúsdóttir (2 réttir)
Orri Sigurður Ómarsson (2 réttir)
Sandra María Jessen (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner