Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. september 2019 18:13
Ívan Guðjón Baldursson
Katar: Aron Einar skoraði í stórsigri
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Umm-Salai 1 - 5 Al-Arabi
1-0 Y. Sagbo ('25)
1-1 Al Neel ('41)
1-2 Aron Einar Gunnarsson ('45)
1-3 H. Harbaoui ('49)
1-4 P. Lasogga ('55)
1-5 A. Rhali ('65, sjálfsmark)

Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 68 mínúturnar í stórsigri Al-Arabi í katarska boltanum í dag.

Þetta var þriðji leikur tímabilsins og eru lærisveinar Heimis Hallgrímssonar komnir með sjö stig.

Í dag var heimsótt Umm-Salai og komust heimamenn yfir í fyrri hálfleik, með marki frá Yannick Sagbo fyrrum leikmanni Hull City.

Gestirnir náðu þó að jafna og kom Aron Einar sínum mönnum yfir með skallamarki rétt fyrir leikhlé.

Í seinni hálfleik skoruðu liðsfélagar Arons þrjú mörk og gerði Pierre-Michel Lasogga eitt þeirra. Lasogga hefur leikið fyrir Hamburger og Leeds undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner