Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. september 2019 09:15
Magnús Már Einarsson
Kroos inn fyrir Pogba?
Toni Kroos.
Toni Kroos.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin bjóða upp á fjölbreytt slúður á þessum fína föstudegi.



Manchester United er að skoða James Maddison (22) miðjumann Leicester en hann gæti komið til félagsins næsta sumar. (Manchester Evening News)

Manchester City vill breyta félagaskiptaglugganum á Englandi þannig að lokað verði fyrir félagaskipti innan Englands daginn áður en tímabilið hefst. Félög geti hins vegar áfram selt og keypt leikmenn utan Englands þar til í lok ágúst. (Mail)

Liverpool, Real Madrid, Barcelona og Bayern Munchen hafa áhuga á Fabian Ruiz (23) miðjumanni Napoli. (Mail)

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, vill fá N'Golo Kante (28) miðjumann Chelsea. (The Athletic)

Edwin van der Sar, framkvæmdastjóri Ajax, útilokar ekki að snúa aftur til Manchester United sem tæknilegur ráðgjafi. (Times)

Manchester United er tilbúið að selja Paul Pogba (26) í janúar ef Toni Kroos (29) kemur í staðinn frá spænska félaginu. (Diario Madridista)

Willian (31) telur að Chelsea geti unnið titil á þessu tímabili þrátt fyrir félagaskiptabann og erfiða byrjun á tímabilinu. (Standard)

Per Mertesacker, fyrrum varnarmaður Arsenal, hefur kallað eftir því að Mesut Özil (30) stígi upp og standi sig betur því hann sé með hæfileika sem enginn annar leikmaður Arsenal hefur. (Talksport)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segist ekki sjá eftir því hvernig félagið meðhöndlaði félagaskipti Kieran Trippier (28) til Atletico Madrid í sumar. (Guardian)

Yannick Bolasie (30) kantmaður Everton vonast til að fara til Sporting Lisabon á láni næsta suma. (Record)

Manchester United er að skoða Coniah Boyce-Clarke (16) markvörð Reading. (Mirror)

Romelu Lukaku (26) segist hafa verið of þungur hjá Manchester United þar sem hann var að glíma við vandamál í meltingarfærum. (Sun)

Manchester United er tilbúið að tvöfalda laun Victor Lindelöf (25) með því að bjóða honum 150 þúsund pund á viku í nýjum samning. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner