Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. september 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Longstaff meiddist eftir fyrirgjöf - Ekki með gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Sean Longstaff verður ekki með Newcastle þegar liðið heimsækir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni klukkan 11:30 á morgun.

Longstaff meiddist á ökkla á æfingu í gær og verður frá keppni í einhvern tíma.

„Hann reyndi að stöðva fyrirgjöf ög ökklinn hans lenti fyrir boltanum. Þetta er ein af þessum ótrúlegu meiðslum," sagði Steve Bruce stjóri Newcastle.

„Við komum af æfingu og allir voru svekktir. VIð misstum leikmann í ótrúlegu slysi en svona gerist í fótbolta."

Andy Carroll verður heldur ekki með gegn sínum gömlu félögum í Liverpool á morgun en hann er ennþá að jafna sig eftir aðgerð á ökkla.
Athugasemdir
banner
banner
banner