fös 13. september 2019 18:41
Ívan Guðjón Baldursson
Ndombele verður líklegast með um helgina
Mynd: Getty Images
Góðar fréttir voru að berast úr herbúðum Tottenham þar sem miðjumaðurinn Tanguy Ndombele er byrjaður að æfa aftur með aðalliðinu.

Ndombele hefur verið gríðarlega eftirsóttur undanfarin misseri og var keyptur til Tottenham í sumar fyrir metfé.

Hann byrjaði vel og skoraði í sigri gegn Aston Villa, lék 90 mínútur í jafntefli gegn Manchester City en meiddist svo og hefur verið frá í þrjár vikur.

Talið er líklegt að hann verði með gegn Crystal Palace. Hann spilaði ekki í landsleikjahlénu og gæti byrjað um helgina.

Spurs hefur verið að glíma við mikil meiðslavandræði í byrjun tímabils og eru Giovani Lo Celso, Juan Foyth, Ryan Sessegnon og Davinson Sanchez allir frá vegna meiðsla.

Eric Dier og Kyle Walker-Peters eru tæpir, rétt eins og Ndombele, en ættu allir að geta tekið þátt á morgun.

Tottenham er með fimm stig eftir fjórar umferðir. Án Ndombele tapaði liðið heima fyrir Newcastle og gerði jafntefli við Arsenal á Emirates.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner