Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. september 2019 06:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Rooney: England með Guardiola hefði unnið allt
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Wayne Rooney er ánægður með gengi enska landsliðsins þessa dagana og hefur gaman af því að fylgjast með liðinu spila.

Ég horfi á England spila með tilhlökkun og ánægju, sagði Rooney.

Rooney trúir því að með Guardiola við stjórnvölin fyrir 10 árum síðan hefði England unnið allt.

„Ef maður horfir tíu ár til baka sér maður hversu frábær hópurinn var sem enska landsliðið gat telft fram."

„Rio Ferdinand, John Terry, Ashley Cole, Steven Gerrard, Paul Scholes, Frank Lampard, David Beckham, ég og Michael Owen, ef að Guardiola hefði verið þjálfari okkar á þessum tíma hefðum við unnið allt. Ég efast ekki um það," sagði Rooney.
Athugasemdir
banner
banner
banner