Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. september 2019 17:16
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Aron Einar skoraði aftur fyrir Al-Arabi
Mynd: Eyþór Árnason
Aron Einar Gunnarsson hefur farið vel af stað hjá Al-Arabi í Katar en þar leikur hann undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.

Aron Einar er að leika sinn þriðja deildarleik fyrir félagið og kom hann Al-Arabi í 1-2 með góðu skallamarki, sem hægt er að sjá hér fyrir neðan.

Aron er því búinn að skora tvö mörk í þremur leikjum fyrir sitt nýja félag en hann hefur aldrei verið þekktur fyrir mikla markaskorun. Hans besta tímabil í markaskorun var með Cardiff í Championship deildinni 2012-13. ÞAr skoraði hann 8 mörk í 45 leikjum.

Staðan er enn 1-2 og ef Al-Arabi fer með sigur af hólmi er liðið komið með sjö stig eftir þrjár umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner