þri 13. september 2022 10:42
Elvar Geir Magnússon
Tómas Meyer snýr aftur í dómgæsluna eftir að hafa verið í lífshættu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltadómarinn Tómas Meyer mun snúa aftur í dómgæsluna um næstu helgi en hann var fluttur á sjúkrahús snemma í ágúst eftir að hafa rotast í leik. Við læknisskoðun kom svo í ljós að hann væri með lífshættulegan blóðþrýsting.

Sjá einnig:
Dómarinn Tómas Meyer rotaðist í leik en það bjargaði lífi hans

„Þetta hefði geta farið svo illa. Þau á spítalanum kölluðu þetta 'slow death' (hægfara dauða). Þarna fékk ég gott gult spjald sem ég tek fagnandi. Þetta högg sá til þess að ég er kominn á kreik og það er verið að laga mig," sagði Tómas í viðtali við útvarpsþátt Fótbolta.net í síðasta mánuði.

Bataferlið hefur gengið vel og hann mun dæma leik Elliða og KFG í 3. deildinni næsta laugardag.

„Tilfinningin að snúa aftur til leiks er góð og það er mikil tilhlökkun. Þetta bataferli hefur gengið vel og mér líður frábærlega," sagði Tómas Meyer við Fótbolta.net í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner