Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 13. október 2018 23:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Alan Smith um fótbrotið
Smith liggur eftir skot Riise.
Smith liggur eftir skot Riise.
Mynd: Getty Images
Smith var gríðarlega skemmtilegur leikmaður.
Smith var gríðarlega skemmtilegur leikmaður.
Mynd: Getty Images
Fyrrum leikmaður Manchester United, Alan Smith hefur greint frá þeim langtímaskaða sem fótbrotið sem hann hlaut í leik gegn Liverpool árið 2006 hefur valdið honum.

Smith fótbrotnaði og skaðaði ökklann eftir að hafa reynt að verjast skoti John Arne Riise í fimmtu umferð FA bikarsins á Anfield. Smith var frá í sjö mánuði eftir atvikið. Smith sem var leystur undan samningi frá Notts County í sumar hefur viðurkennt að hann þjáist ennþá eftir atvikið.

„Ég vissi að það yrði óljóst hvort ég gæti haldið áfram að spila, skurðlæknirinn sagði mér það. Það hefði verið auðveldara að hætta og fólk myndi muna eftir þér sem topp úrvalsdeildarleikmanni,” sagði Smith.

„En ég vildi það ekki vegna þess að ég elska fótbolta. Ást mín á fótbolta kom mér í gegnum sársaukann. Að lokum var hversdagsæfingin farin að valda meiri skaða frekar en að gera hlutina betri. Ég gat ekki keppt á því stigi sem ég gat auðveldlega áður. Ég fór fram úr rúminu og gat ekki gengið almennilega, ökklinn á mér er alltaf stífur. ”

Eftir meiðslin færðist Smith aftar á völlinn og spilaði sem miðjumaður. Hann meiddist aftur á sama stað þegar hann spilaði með Newcastle og hefur viðurkennt að það hafi líklega verið verra.

„Ég vissi að ég yrði ekki samur aftur. Ég var aldrei jafn góður í þessari stöðu og þegar ég spilaði frammi. En ég varð betri fótboltamaður og lærði mikið um leikinn. Í leiknum gegn Sunderland árið 2011 meiddist ég aftur á vinstri ökklanum. Það var ennþá verra þar sem að allir málmhlutirnir frá fyrri meiðslunum voru til staðar, fóru út um allt og gerðu hlutina verri,” sagði Smith

„En eftir meiðslin kom ég til baka og hjálpaði liðunum mínum að vinna titla. Að sigra úrvalsdeildina er risastórt fyrir United og ég gerði það árið 2007 áður en ég fór.”
Athugasemdir
banner
banner