banner
   lau 13. október 2018 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arnar Grétars fékk ekki starfið hjá APOEL
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, var einn af nokkrum sem komu til greina sem yfirmaður knattspyrnumála hjá APOEL í Nikósíu, besta liðinu í Kýpur.

Nú er ljóst að Arnar fær ekki starfið þar sem Domenico Teti hefur verið ráðinn í stöðuna og er samningsbundinn þar til í maí 2020.

Teti er 42 ára gamall og hefur starfað fyrir Verona, FC Lugano, Sampdoria og Novara undanfarinn áratug.

Teti mun starfa náið með Danielle Ranzato sem hefur einnig verið ráðinn til APOEL. Þeir félagarnir hafa starfað saman hjá fjórum mismunandi knattspyrnufélögum á ferlinum.

Arnar hefði verið vel kominn að því að fá þessa stöðu en hann hefur sinnt starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Club Brugge og AEK Aþenu.
Athugasemdir
banner
banner