Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. október 2018 13:17
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: RÚV 
Arnar hafnaði APOEL - Fjölskyldan búin að koma sér vel fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í dag var greint frá því að Arnar Grétarsson var ekki ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá kýpversku meisturunum í APOEL Nicosia.

Arnar staðfesti fregnirnar í samtali við RÚV og bætti því við að honum hafi verið boðið starfið en hann hafi hafnað því.

„Mér var boðinn veglegur samningur áður en ég flaug aftur heim frá Kýpur og gefinn tveggja daga umhugsunarfrestur,“ sagði Arnar.

„Mér þótti starfið mjög spennandi en þar sem fjölskyldan er búin að koma sér vel fyrir er erfitt að rífa hana upp og flytja í þriðja sinn."

Arnar hefur áður þurft að færa fjölskylduna á milli landa en undanfarin ár hefur hann starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu og Club Brugge auk þess að hafa þjálfað Breiðablik.

„Ég gat í raun ekki ákveðið mig, en þeir voru að flýta sér að ráða mann svo ég gaf þetta í rauninni frá mér."

Arnar hefur verið orðaður við stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ en segist ekki vera búinn að heyra í neinum þaðan.
Athugasemdir
banner
banner