banner
   lau 13. október 2018 23:16
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ásthildur verður ekki aðstoðarþjálfari landsliðsins
Ásthildur er hér lengst til hægri í landsleik á sínum tíma.
Ásthildur er hér lengst til hægri í landsleik á sínum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Allt útlit er fyrir að Ásthildur Helgadóttir verði ekki næsti aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðið en Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Það virðist borðliggjandi að Jón Þór Hauksson taki við kvennalandsliðinu af Frey Alexanderssyni. Jón Þór kemur frá Stjörnunni þar sem hann var aðstoðarþjálfari.

Talið var að Ásthildur myndi fylgja Jóni og verða aðstoðarþjálfari en hún virðist hafa afþakkað starfið. Á þessari stundu er ekki ljóst hver kemur í stað hennar.

Ásthildur er einn ástsælasti leikmaður Íslands en hún skoraði 23 mörk í 69 landsleikjum ásamt því að eiga farsælan feril sem leikmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner