Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. október 2018 10:59
Ívan Guðjón Baldursson
Cassano leggur skóna á hilluna í þriðja sinn
Mynd: Getty Images
Hinn 36 ára gamli Antonio Cassano hefur staðfest að hann er búinn að leggja takkaskóna á hilluna fyrir fullt og allt.

Síðast þegar Cassano sagðist vera hættur dugði það bara í einn dag áður en hann reif skóna niður af hillunni.

Þetta er í þriðja sinn sem kappinn leggur skóna á hilluna og kemur þetta á óvart í ljósi þess að hann var nýbyrjaður að æfa með Virtus Entella.

„Kæru vinir, stundin er runnin upp. Stundin þegar þú ákveður að ævintýrið er loksins búið. Ég vil þakka öllum hjá Entella fyrir þetta tækifæri og óska þeim alls hins besta," segir í yfirlýsingu frá Cassano.

„Á síðustu dögum hef ég tekið eftir því að ég er ekki lengur með hugarfarið til að halda mér við æfingar. Til að spila fótbolta þarf maður ástríðu, hæfileika og metnað. Mig vantar metnað."

Margir telja að Cassano hefði getað orðið besti knattspyrnumaður í sögu Ítalíu hefði hann tekið réttar ákvarðanir á ferlinum.

Cassano á leiki að baki fyrir félög á borð við Roma, Inter, Milan og Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner