Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. október 2018 20:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Fór til Bayern 2011 - Leikur núna í 9. deild
Dale Jennings á ferðinni með Barnsley
Dale Jennings á ferðinni með Barnsley
Mynd: Getty Images
Dale Jennings er nafn sem ekki margir kannast við en árið 2011 var hann þó einn mest spennandi bitinn á markaðnum og var seldur til Bayern Munchen eftir að Dietmar Hamann hafði bankað á dyrnar hjá leikmanninum.

Bayern voru í leit að hinum næsta Franck Ribery og töldu Jennings vera það sem þeim vantaði. Liðið keypti Jennings á 1.8 milljónir punda og töldu sig hafa stolið enskum leikmanni frá úrvalsdeildarliðunum.

Jennings mistókst hinsvegar að aðlagast aðstæðum í Þýskalandi, var í vandræðum með að læra tungumálið og auk þess var eldhúsið að mestu leyti fullt af núðlum þar sem hann kunni ekki að elda. Hann fann fyrir mikilli heimþrá og sneri aftur árið 2013 eftir að samningnum var rift.

Eftir tíma hjá Barnsely og Mk Dons ákvað Jennings að taka sér tveggja ára frí frá fótbolta. Nú hefur hann hinsvegar samið við Runcorn Town í 9. efstu deild enska fótboltans. Hann starfar auk þess hjá í vöruhúsi hjá Amazon. Hann segir að hann væri ekki hér í dag án kærustu sinnar. Abby.

„Ég man eftir því að klæðast treyju Bayern í fyrsta skipti og hlaupa út á æfingarvöllin. Ég horfði niður og hló að sjálfum mér og sagði Vá. Hvernig gerðist þetta? Ég var óþroskaður á þessum tíma og hélt að þetta myndi endast að eilífu. Enginn er stærri en fóboltinn,” sagði Jennings.

„Þegar þú gengur í gegnum erfiða tíma þá sérðu hverjir eru til staðar fyrir þig. Ég ætti í vandræðum og gat ekki komist fram úr rúminu. Andlega gat ég ekki tekist á við álagið. Án Abby væri ég ekki hér í dag tilbúinn að spila. Það var of mikil pressa á mér. Við töluðum mikið um það, á hverjum degi. Það voru tár. Hún stóð með mér. Þú sérð hverjir eru fjölskyldan og vinir þínir.”
Athugasemdir
banner
banner
banner