Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 13. október 2018 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Henry: Eins og þetta séu örlög
Mynd: Getty Images
Thierry Henry hefur verið staðfestur sem nýr þjálfari Mónakó í franska boltanum. Hann hæstánægður með að byrja stjóraferilinn á sama stað og hann hóf feril sinn sem leikmaður.

Henry er 41 árs gamall og hefur starfað sem aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins að undanförnu.

Hann tekur við sterku Mónakó liði sem hefur verið að spila langt undir getu og er aðeins með sex stig eftir níu umferðir.

„Það er eins og þetta séu örlög, að hefja þjálfaraferilinn hér. Ég mun alltaf geyma Mónakó nálægt hjartanu og er ótrúlega spenntur fyrir áskoruninni," segir Henry, sem er markahæsti leikmaður í sögu Arsenal.

Henry bætti því við að hann hafi hafnað nokkrum tilboðum áður en hann samþykkti að taka við Mónakó. Vitað er að Bordeaux og Aston Villa höfðu mikinn áhuga á Henry.

Fyrsti leikur Henry við stjórnvölinn verður gegn Strasbourg 20. október, fjórum dögum áður en Mónako mætir Club Brugge í Meistaradeildinni.

Henry var 15 ára gamall þegar hann gekk fyrst í raðir Mónakó og spilaði hann sinn fyrsta deildarleik 17 ára. Í kjölfarið spilaði Henry fyrir Juventus, Arsenal, Barcelona og New York Red Bulls á afar farsælum ferli, þar sem hann gerði 51 mark í 123 landsleikjum.

Henry tekur við af Leonardo Jardim sem hafði verið við stjórn í fjögur ár og stýrði liðinu til Frakklandsmeistaratitilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner