Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. október 2018 18:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ítalía leggur ekki mikla áherslu á Þjóðadeildina
Roberto Mancini er mættur í landsliðsþjálfarastarfið hjá Ítalíu.
Roberto Mancini er mættur í landsliðsþjálfarastarfið hjá Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu segir að liðið hafi aldrei ætlað sér að sigra riðilinn í Þjóðadeildinni og segir markmiðið miklu frekar að vera tilbúnir fyrir Evrópumótið árið 2020.

Ítalía er með Portúgal og Póllandi í riðli. Ítalía gerði jafntefli gegn Póllandi í síðasta mánuði og tapaði gegn Portúgal. Liðið má því ekki tapa, ætli þeir sér að halda sæti sínu í A deildinni.

„Ferðalag mitt hér hófst í maí og markmiðið hefur alltaf verið að undirbúa liðið fyrir Evrópumótið árið 2020. Portúgal eru eins og er betra lið og eiga skilið að leiða riðilinn. Við erum líklega að berjast um annað sætið við Pólland,” sagði Mancini.

„Á þessu augnabliki er Portúgal með eitthvað meira. Pólland eru gott lið með hæfileikaríka leikmenn. Þetta verður ekki auðveldur leikur en við getum spilað vel.”

Þá tók Mancini það sérstaklega fram að markmiðið hafi aldrei verið að vinna Þjóðadeildina og markmiðið væri að komast á Evrópumótið eftir að hafa misst af Heimsmeistaramótinu í sumar.

„Þegar við byrjuðum var markmiðið að endurbyggja liðið og vekja athygli í Þjóðadeildinni, það er allt og sumt. Restin er að leggja hart að okkur og við verðum verðlaunaðir seinna. Þetta tekur tíma, er ekki einfalt en við erum að reyna að finna hópinn sem getur gert frábæra hluti á EM,” sagði Mancini.

Ítalía hefur ekki unnið keppnisleik í meira en ár. Mancini er hinsvegar pollrólegur yfir ástandinu.

„Ef við töpum á morgun mun í raun ekkert breytast. Það er ekki eins og við myndum missa af EM og aldrei spila aftur. Þjóðadeildin var gerð svo að lönd myndu ekki vanmeta vináttulandsleiki. Ég sé ekki hvers vegna það þarf að búa til eitthvað drama úr þessu,” sagði Mancini.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner