Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. október 2018 23:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Maldini segir Gattuso hafa fullan stuðning félagsins
Maldini treystir Gattuso fullkomlega sem þjálfara.
Maldini treystir Gattuso fullkomlega sem þjálfara.
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso nýtur fulls stuðnings allra hjá AC Milan samkvæmt Paolo Maldini, fyrrum liðsfélaga sínum.

Maldini segir að Gattuso sé mun rólegri karakter en hegðun hans a hliðarlínunni getur til kynna og segir hann vera rétta manninn fyrir AC Milan.

Gattuos er búinn að vera stjóri félagsins í tæpt ár eftir að hafa tekið við af Vincenzo Montella. Starf hans hefur verið í umræðunni eftir að Antonio Conte varð atvinnulaus. En Maldini segir að þjálfarinn njóti stuðings félagsins.

Rino er mun rólegri en það sem aðrir sjá utanfrá. Í leikjum líkist hann sjálfum sér sem leikmanni en á æfingum er hann mjög stöðug persóna. Hann nýtur trausti okkar allra. Hann veit hvernig á að hlusta, er hugrakkur að hafa komið til Milan. Hann hefur þekkinguna, veit hvernig á að stýra leikmönnum og þekkir félagið vel,” sagði Maldini.

Milan hefur sigrað þrjá síðustu keppnisleiki sína og mætir Inter í nágrannaslag eftir rúma viku. Liðið er sem stendur í 10. sæti, með þrjá sigra og þrjú jafntefli í fyrstu sjö leikjum sínum í Seria A.
Athugasemdir
banner
banner
banner