Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. október 2018 17:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Maradona segir tilgangslaust að gera leiðtoga úr Messi
Messi og Maradona á góðri stundu.
Messi og Maradona á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt Diego Maradona er Lionel Messi ekki leiðtogaefni þar sem hann kýs að spila PlayStation frekar en að hitta liðsfélagana.

Maradona hefur oftar en ekki stutt við bakið á Messi en núna hefur hann ákveðið að gagnrýna hann. Maradona sakar Messi meðal annars um að nota baðherbergi í tuttugu skipti fyrir leik.

Messi hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins þar sem Argentína tapaði fyrir verðandi heimsmeisturum, Frakklandi. Á meðan tímabundinn þjálfari landsliðsins, Lionel Scaloni er bjartsýnn á að Messi snúi aftur er Maradona ekki alveg jafn sannfærður um mikilvægi Messi fyrir landsliðið.

„Messi er frábær leikmaður en hann er enginn leiðtogi. Frekar en að tala við þjálfara og leikmenn er hann að spila PlayStation. Svo á vellinum vill hann vera leiðtogi. Það er tilgangslaust að gera leiðtoga úr manni sem fer tuttugu sinnum á klósettið fyrir leiki,” sagði Maradona.

„Hættum að gera guð úr Messi. Messi hjá Barcelona er eitt og annað hjá Argentínu. Ég myndi ekki kalla á hann en aldrei að segja aldrei. Hann er sá besti í heimi ásamt Ronaldo. Þú verður að taka leiðtogahlutverkið af honum til þess að hann sé sá Messi sem við viljum að hann sé.”

Argentína er ósigrað í þremur vináttuleikjum eftir heimsmeistaramótið, á meðan hefur Messi skorað 11 mörk í jafn mörgum leikjum á þessu tímabili fyrir Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner